KælirVarðhund-Front

Kælir Varðhund

“Kælir Varðhund” er áttunda útgáfa Stafræns Hákons sem flokkast mætti sem afurð í fullri lengd. Afurðin inniheldur 8 spræk rokkskotin lög og er þó nokkuð langt frá fyrri afurðum Stafræns Hákons.

Inntak plötunnar má rekja til margþrungis blætis Ólafs Josephssonar og Árna Þórs Árnasonar á naumhyggjulegu hráu rokki sem var áberandi á 9.áratug síðustu aldar. Hljóðheimurinn á Varðhundinum er því þónokkuð stökk fyrir Stafrænan Hákon og skiptir hann um gír frá sveimkenndu poppskotnu efni yfir í hrárri hljóðheim sem ætti að kæta sjálflærða pípara og rokkþyrsta gagna-hvolpa.

Kælir Varðhund er fáanleg sem stafræn útgáfa og í október mun verða mjög takmarkað magn í hinu geysivinsæla hljóðsnældu formi vera fáanleg. Þeir sem vilja virkilega heyra afurðina í sínu rétta umhverfi eru auðvitað velkomnir í bifreið Stafræns Hákons þar sem glimmerhúðað hljóðsnældutæki mun bíða hlustandans í fallegum rauðleitum Mitshubishi Lancer, árgerð 97.

Á Kælir Varðhund má heyra að núverandi bassaleikari hljómsveitarinnar, Árni Þór færir sig úr hlutverki bassaleikara og vippar sér yfir í hnausþykkt gítarhlutverk. Róbert Már Runólfsson sér um Trommuslátt, Lárus Sigurðsson leikur á laufleitt akústískt hljóðfæri þegar við á og sem fyrr er Ólafur Josephsson sem sér um gítarleik ásamt fleiri hljóðfærum. Gestasöngvarar eru áberandi á afurðinni en má nefna Markús Bjarnason (Sofandi, Skátar, Diversion Sessions), Bjarni Lárus Hall (Jeff Who), Birgir Breiðfjörð (Biggi Bix), Loji Höskuldsson (Sudden Weather Change, Loji) og meðlimur Stafræns á síðustu 2. plötum, Magnús Freyr Gíslason
Útgáfutónleikar afurðar verða haldnir á Húrra þann. 26.september n.k og er aðgangseyrir 1500 kr. Hefjast þeir kl 21 og mun Loji spila með hljómsveit sinni og Markús kemur fram með nýrri hljómsveit sinni “Strong Connection” ásamt því að þeir slást í hópin á svið með Stafrænum Hákoni það kvöldið

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Current ye@r *